30.9.2007 | 12:16
Góður dagur!
Sælar allar
þetta er nú aldeilis góður dagur, logn og hlítt. Ég skrapp í gærkvöldi til Kefavíkur í 50 ára afmæli til Ingu Lóu formanns Suðurnesjadeildarinnar rosa gaman og flott veisla eins og hennar var von og vísa og fullt af sjúkraliðum! Ég er alltaf að basla með þetta vídió sem kom ekki inn, verð að reyna aftur og fikta meira, má bara ekki alveg vera að því í dag, ætla að einbeita mér að LOL-inu fyrst ég hafði að senda sálfræði verkefnið frá mér, svona á milli heimilisverka
þið kannist við þetta, setja í þvottavél, lesa, taka úr vélinni hengja upp, fara svo aftur að lesa, ryksuga, lesa, gengur þetta ekki svona fyrir sig hjá ykkur? Ég segi hér hjá mér að það séu bara frímínutur til að sinna heimilisverkunum
en það er nú gott að nýta allan tíma sem maður hefur, set hér inn eina mynd af verkefni sem við vorum með í saumaklúbbnum einn veturinn- gerðum allar svona bara mismunandi, sælar þar til næst Auður






Athugasemdir
Það sést að þið eruð ekki iðjulausar þarna á Selfossi....rosalega flott.....þetta með heimilisverkin þau eru mjög svipuð hjá mér.. og sjálfsagt hjá okkur öllum....
þetta er spurning um skipulagningu....
þá getum við allt....góða skemmtun fyrir norðan.....kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.