Byrjuð í verknámi!!!

Sælt veri fólkið!

Þá er ég búin með fyrstu vikuna í verknáminu, hrikalega gamanSmile deildin kom mér verulega á óvart, ég hafði svo sem engar sérstakar væntingar en það sem af er er mjög skemmtilegt, erfiðast er að keyra á milli frá Selfossi  til RVK, það er svo dýrt þessa dagana og þar að auki að vera í 100% vinnu þetta eru 5 ferðir á viku, en það er bara gaman að takast á við þaðWink reyna að sjá björtu hliðarnar, ég hef ekki verið í 100% vinnu í 27 ár svo það eru viðbrigði, en maður er líka fljótur að komast inn í vinnuna á deildinni þegar maður er þar alla daga! sem er líka gott, svo þarf maður að trappa sig niður úr acut-fasa í öldrunarhjúkrun sem er allt öðruvísi og ekki síður skemmtilegt.  Hlakka til að heyra frá ykkur skólasystur um ykkar reynslu, hafið það gott í sumar, kveðja Auður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

já þetta er gaman, ég er líka byrjuð á hvaða deild ert þú, ég er á K1, ég er sammála þetta er svolítið erfitt að byrja svona á nýjum stað og ferðast á milli ég keyri reyndar bara svona tvisvar í viku á milli, þar sem þetta er orðið svo dýrt að snerta þessa blessaða bíla, gaman að heyra að þetta gengur vel, kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband