3.11.2007 | 03:13
Næturvakt!
Jæja nú er kominn tími á smá blogg................. er á næturvakt og í augnablikinu er frekar rólegt
borgar sig samt ekki að hugsa um það! Skellti mér og tók Word-prófið í gær, alltaf gott að vera búin með verkefnin sem fyrir lyggja
svo eru bara 2 næturvaktir um helgina og áfram í næstuviku meiri vinna þannig að tíminn til að læra er kanski frekar knappur
en kannski er það nú bara afsökun! Verð að hætta núna (svara bjöllum) gangi ykkur öllum vel kveðja Auður



Athugasemdir
Dugleg ertu að vera búin með Wordið ætlaði að taka prófið í gærkvöldi en mín litla var lasin þannig að ég saltaði það í bili. Fór í staðinn langleiðina með sálfræðiverkefnið alltaf með allt á síðasta snúningi...góðar næturvaktir og sofðu vel núna..Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 3.11.2007 kl. 08:20
Hæ, er bara á rúntinum á milli bloggvina kannski af því að mér dettur ekkert í hug til að skrifa sjálf.
kveðja úr Kefló
Þórunn Óttarsdóttir, 3.11.2007 kl. 21:44
þú er rosalega dugleg að vera búinn með Wordið, manni hættir oft til að draga þetta fram á síðasta tíma, en svo er auðvitað bara léttir að ljúka þessu af, kveðja Sjana.
Kristjana Jónsdóttir, 4.11.2007 kl. 09:08
Hæ hæ ....
.... Þú ert dugleg....þegar ég er á næturvöktum ætla ég alltaf að vera svo dugleg að læra ,en svo geri ég ekki neitt í því... Gangi þér vel Kær kveðja ( til ykkar allra )Hulda.
Hulda J Friðgeirsdóttir, 4.11.2007 kl. 22:12
Það er nú þetta með blessaðar næturvaktirnar, þær geta verið ansi þreytandi til lengdar. fyrir utan það að verða meinaður og ruglaður daginn eftir og lítil orka til að læra, því minnið er einhvers staðar langt í burtu. mín reynsla, kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 8.11.2007 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.