8.11.2007 | 18:02
Lærdómur!!!!
Sælar allar, nú sit ég við kertaljós og er að rembast við "lolloð" skrítið hvað hugurinn fer alltaf út um víðan völl þegar maður á að vera að einbeyta sér
kannist þið ekki við þetta? Tími til að læra hefur verið frekar lítill þessa vikuna, stefni samt á að vera dugleg um helgina, er í fríi og ekkert sérstakt liggur fyrir, nema leiksýning á sunnudagskvöld, "pabbinn" auka sýning hér á Selfossi í FSu til styrktar handknattleiksdeildinni, alltaf gaman að fara og hlæja svolítið
gangi ykkur öllum vel með námið, kveðja þar til næst Auður


Athugasemdir
Jú kannast vel við þetta .. stundum er maður bara ekki í stuði... þá tekur maður bara pásu...
... gangi þér áfram vel.... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 11.11.2007 kl. 08:52
Vonandi ertu búin að finna einbeitinguna gagnvart náminu, segir sú
sem er svo víðs fjarri öllu því sem heitir námsáhugi
, þessa stundina að minnsta kosti. Vonandi hefur þú farið og horft og hlustað á "pabbann" ég sá það í sumar og skemmti mér mjög,
mjög vel
, það er alveg nauðsynilegt að kitla hláturstaugarnar svona endrum og sinnum. kv,Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 11.11.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.