6.12.2007 | 20:30
Loksins.........loksins!!!
Ég er rosalega glöð
þetta LOL próf búið..........ég er eins og sprungin blaðra á eftir, algerlega tóm
.......en nú fara skemmtilegir dagar í hönd með tilheyrandi jólaundirbúningi, bakstri og skreytingum
finnst ég hafa allan heimsins tíma
til að gera allt sem mig langar til
hafið það sem allra, allra best og njótið aðventunnar...........kveðja Auður





Athugasemdir
Já þetta er yndislegt líf... hægt að gera allt sem maður vill...ég vona að þér hafi gengi vel...sem ég efast ekki um....já maður er einhvern vegin búin á því....það er gott að slaka bara á núna... og njóta aðventunnar....
Jólakveðjur...Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 6.12.2007 kl. 20:42
Við eigum það skilið að slaka á:) Borða mikið og hafa það huggulegt og bara njóta þessa tíma sem við fáum í frí frá náminu. Þið eruð held ég allar að vinna líka nema ég og Svava en það breytist hjá mér eftir áramót því þá bætist vinnan við, en þá erum við búin með erfiðasta áfangann held ég s.s. Lol og jú sálið:) Hafðu það sem allra allra best um jólin. Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 6.12.2007 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.