25.8.2008 | 10:14
Verknámið búið!!!
Jæja loksin eru þessar 8 vikur liðnar og verknámið búið
samt ótrúlega fljótt að líða, enda var mjög gaman á deildinn sem ég var á, skemmtileg hugmyndafræði sem unnið er eftir. Erfiðast af öllu (og dýrast) var að keyra á milli RVK - Selfoss 5 daga vikunar fram og til baka samtals 115 km á dag heiman frá mér að LSH- Fossvogi og til baka! Gott að þurfa þess ekki allt árið. Og núna ætla ég að fara að STINGA út úr húsinu mínu
það hefur algjörlega orðið útundan þessar vikur, vona að það takist áður en ég fer að vinna aftur sem er ekki fyrr en 4.sept,
fæ smá kærkomið frí, svo fer skólinn líka að byrja og við alveg að fara að útskrifast það finnst mér alveg ótrúlegt! Vona að þið hafið það allar sem best systur heyrumst þegar skólinn byrjar
kveðja Auður




Athugasemdir
Til hamingju
með að vera búin í verknáminu, þó að það sé gaman að kynnast nýjum vinnustað og nýju fólki, þá er afskaplega gott þegar tímabilinu lýkur og geta bara verið heima
. Það er nú líka gaman þegar búið er að STINGA út ! ! Ég kannast svo vel við það. kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 28.8.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.