7.9.2008 | 05:54
Vinna aftur!!!
Sæl verið þið öll........ þá er aftur komið að vinnu, nú er ég búin að skipta um vinnustað komin á nýja deild á HSu "Fossheima" lokuð 8 rúmma Alzheimer-deild og 12 rúmma öldrunardeild sem er að opna þessa dagana, skjólstæðingrnir eru að tínast inn, og verið að bæta við starfsfólki í samræmi við það. Þetta er allt mjög huggulegt, allt nýtt og fínt og allir með einstaklings herbergi með sér baði. Hingað hefur komið frábært starfsfólk þannig að þetta lítur bara allt mjög vel út og er gaman að taka þátt í að móta vinnuna. Svo fer skólinn alveg að byrja aftur jibbyy........eða þannig! Ég er að sjálfsögðu á næturvöktum þessa helgi, ferkar rólegt og mjög gott. Hafið það sem allra best, kveðja þar til næst...........Auður

Athugasemdir
Til hamingju með nýju deildina
, það er svo gaman að taka við öllu nýju og flottu, allir fullir bjartsýni og gleði. Vonadi gengur ykkur allt í haginn. Kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 7.9.2008 kl. 12:55
Spennandi að vera með frá byrjun og taka þátt í að móta starfssemina til lukku og gangi ykkur vel... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 9.9.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.