Færsluflokkur: Bloggar

Komin ný vika!

Þá er komin enn ein ný vika, sú síðasta leið alltof fljótt, komst ekki yfir vikuskammtinn í náminuW00t og þá fer allt í hnút, er að hamast við að lesa og gera verkefni, gengur ekkert með vefsíðuna skil ekki hvað ég ná að geraW00t  getið þið hjálpað mér? Er samt búin með LOL-prófið gekk sæmilega, hefði þurft að lesa betur, reyni að lesa vel í upprifjunBlush  þetta er samt allt skemmtilegt ef maður hefur nægan tíma..........ein að reyna að vera bjartsýn

Frááábær helgi!!

Nú er þessi frábæra helgi liðinGrin  það var mjög gaman í Skagafirðinum þrátt fyrir smá snjó á laugardaginn, gerir bara umhverfið fallegra ef eitthvað erGrin  hitti fullt af frábærum bútasaums  konum allstaðar af að landinu, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkrók, Patreksfirði,Borganesi, Keflavík og svo frv. takk allar fyrir frábæra helgiGrin  bara eintóm tilhlökkun til næsta árs. Aðstaðan á Löngumýri til fyrirmyndar, en nú tekur alvaran viðCool  bara að bretta upp ermarnar og fara að læra, skellti mér í LOL-prófið eftir hádegi, gekk sæmilega, þarf greinilega að LÆRA meira og beturShocking  gangi ykkur vel þar til næst Auður

Ekki skemmtilegt ferðaveður!

Rok og rigning, ekki beint spennandi ferða veður, er að leggja af stað norður í Skagafjörð að Löngumýri Whistling  hrikalega spennandi, þetta er algjör sæla svona,, húsmæðraorlof" bara sauma og dúlla sér allan daginn, setjast svo að dúkuðu borði í öll mál og þurfa ekki að gera neitt sjálfurGrin  þvottavéli og ryksugan eftir heimaWhistling  er búin að vera hrikalega dugleg að læra alla vikuna, til að missa ekki neitt úr, og verð svo hrikalgega dugleg næstu viku líka, gangi ykkur öllum vel að lesa, og rifja upp fyrir LOL-prófið góða helgi AuðurWhistling

Mikið lesið.........

Sælar allar! Nú er ég búin að sitja í allan dag og lesaCrying  vann í sálfræðiverkefninu sem við eigum að gera þessa viku, fór svo að kíkja á heilbrigðisfræðina, er að reyna að stauta mig fram úr bókinn ,,Siðfræði líf og dauða" kafla 6, en hugurinn alltaf kominn út um víðan völl áður en við er litiðPinch  Hef ætlað mér að kíkja á vefsíðuna aftur en ekki lagt í það enn, er einu sinni búin að fara inn á og var eiginlega fljót að loka aftur, leist ekki neitt á þettaShocking  Verð samt að vera dugleg þessa viku, því um næstu helgi er ég að fara norður í Skagafjörð að Löngumýri á bútasaums-suma-helgiGrin  hlakka hrikaleg til, og ætla sko ekki með neina námsbók með mér, bara saumavélina og fullt af efnum.................gaman gaman! Jæja þá er pásan búin og rétt að fara að snúa sér að heilbrigðisfræðinni. Gangi ykkur öllum vel við verkefni vikunnarSmile  keðja þar til næst Auður

Góður dagur!

Sælar allar Smile  þetta er nú aldeilis góður dagur, logn og hlítt. Ég skrapp í gærkvöldi til Kefavíkur í 50 ára afmæli til Ingu Lóu formanns Suðurnesjadeildarinnar rosa gaman og flott veisla eins og hennar var von og vísa og fullt af sjúkraliðum! Ég er alltaf að basla með þetta vídió sem kom ekki inn, verð að reyna aftur og fikta meira, má bara ekki alveg vera að því í dag, ætla að einbeita mér að LOL-inu fyrst ég hafði að senda sálfræði verkefnið frá mér, svona á milli heimilisverkaBlush  þið kannist við þetta, setja í þvottavél, lesa, taka úr vélinni hengja upp, fara svo aftur að lesa, ryksuga, lesa, gengur þetta ekki svona fyrir sig hjá ykkur? Ég segi hér hjá mér að það séu bara frímínutur til að sinna heimilisverkunumAngry  en það er nú gott að nýta allan tíma sem maður hefur, set hér inn eina mynd af verkefni sem við vorum með í saumaklúbbnum einn veturinn- gerðum allar svona bara mismunandi, sælar þar til næst AuðurSmile DSC02630

Er að reyna að koma myndum af netinu inn.......

Fann þess flottu mynd er að basla við að koma henni inn, gott að geta hleigið svolítið í amstri dagsins.Kveðja Auður

Þungbúið veður!

Það hefur verið dimmt yfir í dag, rigning af og til en hlítt! Ég er búin að sitja sveitt yfir þessu sálfræði verkefni í allan dag, og finnst ég ekkert skiljaShocking  reyndi samt að klóra mig framm úr því, veit ekki hvað kennaranum finnst,,,,,,,,,,, ætla svo að fara að kíkja á æðarnar það er alltaf spennandi þetta LOLKissing  vona svo að mér takist að koma fleiri myndum inn á síðuna. Takk fyrir allar kveðjurnar og gangi ykkur vel að lesa InLove Auður                                                       haustlaufatepp3

Sælar allar!

Nú er sko törnin búin og ég komin í langt frí heila 12 dagaGrin  og það á sko margt að gera meðal annars læra, klára verkefnið í sál, reyna að komast eithvað áfram með blogg síðuna og skoða vefsíðugerðina, lesa í LOL og alltGasp  hef ekki enn þá fundið út hvernig á að setja inn myndir, og í þeim skrifuðu orðum fattaði ég þetta og gat sett inn bútamynd frá mérGrin  hrikalega sniðugt og auðvelt þegar maður kann, eins og allt. Ætla að æfa mig í því núna! gangi ykkur allt í haginn, kveðja þar til næst Auður...................................................................DSC00129

Vinnutörnin næstum búin!

Ef ekki væri svona mikið rok þá væri þetta mjög fallegur dagur......vinnutörnin næstum búin, á eftir 2 næturvaktir svo komin í frí, en nú er bara að snúa sér að lærdómnum, fékk loksins bókina í HBF Siðfræði lífs og dauða, það gekk hálf erfiðlega en hafðist vei.....Wink , þið eruð allar svo flínkar, eruð með myndir og allt, ég held ég þurfi margar vikur til að finna það útUndecided  Gangi ykkur allt í haginn kveðja þangað til næst Auður

Aftur kominn enn ein haustlægðin!!!!

mikið var veðrið nú falleg í gær sól og blíða og haustlitirnir skörtuðu sínu fegurstaGrin  meira að segja hádegisbómin sprungu út, algjör sind að þurfa að vera í vinnu á svona dögum, því þeir eru svo fáir! og strax aftur í dag kominn enn ein haust  lægðin með roki og kalsa rigningu þá er nú allt í lagi að kúra sig yfir skólabókunum, en er ekki enn búin að nágast bókina um ,,Siðfræði lífs og dauða" sem við eigum að lesa í HBF, er samt með allar klær úti og vonandi hefst þetta í dag! Um að gera að vera bjartsýn, en það er alltaf eins með þessa vinnu hún er alltaf að þvælast fyrir og maður þarf að rífa sig upp og sinna henni þegar maður er kominn alveg á kaf í bækurnar og hellst inn í tölvuna............læt þetta duga í bili og gangi ykkur öllum vel í amstri dagsinsSmile  kveðja Auður

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband