29.3.2008 | 13:16
Gluggaveður!!!
Sæl öll!
Ótrúlega kallt út í þessum norðan strekking, samt sól og voða fallegt að horfa út, brakandi þurkur ekki vantar það, mín bara dugleg í morgun tók af öllum rúmmum setti í vélar og hengdi út verður notalegt að fara í rúmmið í kvöld
er svo að hamast að taka sturtu-klefan ótrúlega erfitt verk, allt fullt af kísil og vibba
skil ekki hvernig þetta er hannað, en sá í "innlit útlit" eitthvað undra efni sem á að duga á allt er að prófa hvort þetta er satt búin að bera á svo á að bíða síðan að pússa! Gott aðeins að kíkja á bloggið á meðan efnið er að virka. Er ekki alveg í stuði fyrir lærdóm, er þá ekki best að þrífa? alla vega er af nógu að taka
jæja best að hætta þessu rausi og henda úr vélinni á snúruna ráðast svo á klefann!!! Gangi ykkur öllum vel í verkefnum dagsins og góða helgi
kveðja Auður
Athugasemdir
Halló, hvernig væri það að þú sendir þennan "tiltektaranda"
í tölvupósti til mín, ég myndi svo gjarnan vilja fá þó ekki væri nema smá
afleggjara, er alveg andlaus og orkulaus þessa dagana. kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 29.3.2008 kl. 16:35
Sammála Kolbrúnu væri til í orkuskot frá þér. En gaman væri að heyra hvort efnið hafi virkað:) og ef svo er nafnið á því líka...en gangi þér vel kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 30.3.2008 kl. 14:57
já stelpur mínar þið vitið ekki hvernig ég er! efnið virkaði að hluta, klefin er mjög illa farinn en ég hugsa að ef ég fer fljótlega aftur með svona aðgerð þá gangi betur, klefinn er allavega hreinn
efnið fæst hjá Besta og í Húsasmiðjunni og heitir "spar creme" double pley ræstikrem og er mjög gott, ef ég væri með nýjan klefa mundi ég bera þetta á og pússa vel EKKI skola þá kemur svona húð sem vörn á glerið
gangi ykkur vel kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 30.3.2008 kl. 21:29
Já er sammála stelpunum vildi gjarna fá þó væri ekki nema smá af þessum dugnaði....en ég ætla að nálgast efnið góða og prófa það... svona einhvern tíman í sumar...
gangi þér vel Margrét kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.