28.6.2008 | 12:14
Er ekki kominn tími á smá blogg?
Sæl öll sömul!
Nú er ég að klára sumarfríið mitt og byrja í verknáminu á mánudag í RVK á B-4 í Fossvogi, hlakka mikið til að kynnast þeirri deild, en er voða svekt að vera búin með fríið mitt
þetta er samt búin að vera góður tími og ágætt veður, mætti samt vera aðeins heitara. ég er búin að hafa það mjög gott að undanskyldum jarðskjálftanum sem hefði verið ágætt að sleppa við
allt of mikil vinna sem fer í að taka til eftir svoleiðis rask! Ég skrapp aðeins til Noregs og fór á Vestfirðina, og inn á Arnavatnsheiði, þannig að ég hef gert heilmikið í mínu fríi, eigilega allt of lítið slappað af
en það er líka gaman að ferðast og gera ekki neitt nema dinglast! Og nú tekur alvaran aftur við, það verða komin jól áður en við vitum af og við búnar með námið. Eigið þið nú gott frí sem eruð að fara að byrja og gangi ykkur vel sem eruð að fara í verknám
heyrumst síðar.......kveðja Auður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.