Jarðskjálftar!!!

Já jörðin er mikið búin að skjálfa hjá okkur þessa dagana, og eiginlega um fátt annað talað, allir að reyna að koma sínu aftur í samt lag þar sem það er hægt og verið að finna úrræði fyrir hina sem misstu allt sitt! Við vorum ótrúlega heppin alla vega enn sem komið er hafa ekki komið fram skemmdir á húsinu okkar, en það er kannski ekki alveg að marka, alla vega síðasr (2000) fór ekki að bera á sigi fyrr en mörgum mánuðum seinna svo nú krossar maður fingur og vonar það besta, skítt veri með glös og bolla og svoleiðis það er alltaf hægt að fara í  Ikea og kaupa nýtt, sem ég þarf einmitt að gera á  t.d. 12 undirskálar og 1 bolla! dálítið mikið um það, svo er maður búin að læra það að hafa sultukrukkur og salsa sósur í neðstu skúffu og eitthvað létt í efri skápunum svo eitthvað sé nefntWink en það er gott að taka vel til og gaman að sjá hvað það er mikið skápaplássGasp hélt að það væri ekki svona mikið! Mest um vert er þó að enginn slasaðist alvalega, það er maður svo ótrúlega þakklátur fyrir.  Og nýja sjúkrahúsið stóðst álagið með miklum ágætum, mjög vel byggt hús, komu nokkrar sprungur í eldri bygginguna en ekkert alvalegt sem betur ferSmile og lífið heldur áfram, ég fer alveg að byrja í verknáminu 30.júní ég ætla rétt að vona að ég verði búin að koma húsinu í samt lag áður og fara í smá ferðalag, ein bjartsýnHalo Gangi ykkur vel í ykkar verkefnum! Kveðja Auður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana  Jónsdóttir

Það er ótrúlegt hvað allir hafa sloppið vel í þessum náttúruhamförum, virðist hafa komið sér vel víða að þetta var einmitt í kaffitímanum, það er eins og var í 17júní skjálftanum árið 2000, flestir úti í góðaveðrinu. vonani gengur þér vel í að koma öllu í lag eftir þessi ósköp. kveðja Sjana.

Kristjana Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband