Komin á næturvakt:)

Mátti til að kíkja aðeins inn og vita hvort þið væruð ekki jafnduglegar og vant er að blogga skólasystur, ennþá ekki komnar neinar einkunnir, smá pirringur yfir því, en ef við hefðum fallið þá væri búið að láta vita held ég, ein að reyna að hugga sig, annars gekk mér alveg þokkalega í HJÚ, veit ekki með STJ - fór beinnt að vinna eftir próf og verð að vinna til miðvikudags því lítið verið að jólast, skrifaði samt á nokkur kort í nótt:) þar til ég var orðin rangeigðShocking  gangi ykkur öllum vel, og reynið að vera þolinmóðarWink  kveðja þar til næst Auður á næturvaktinni

Staðarlotan búin!!

Sæl verið þið öllSmile  þá er frábærri staðarlotu lokið í RVK mjög gaman, frábært að hitta allar skólasysturnar, bæði í fjarnámi og dagskóla svo tala ég ekki um hvað það var gaman að hitta kennarana sem við höfum aldrei hittGrin  og líka sjúkraliða sem lokið hafa náminu, frábært hvernig þeir blómstra í starfi og gengur alltaf betur og beturSmile  líka mjög gaman að koma á Landakot og skoða þar bæði líknardeildina og aðrar deildir, líka að sjá minningaherbergið.    Hef haft frekar lítinn tíma fyrir námsbækur fór beinnt á næturvakt og er alla helgina og um næstu helgi ætla ég að fara á Löngumýri á bútasaumshelgi árlegt húsmæðraorlof sem er alveg ómissandi hvað sem á gengurGrin verð bara að vera dugleg í vikunni að gera verkefnin!!! Hafið það gott þar til næst....kveðja Auður

Vinna aftur!!!

Sæl verið þið öll........ þá er aftur komið að vinnu, nú er ég búin að skipta um vinnustað komin á nýja deild á HSu "Fossheima" lokuð  8 rúmma Alzheimer-deild og 12 rúmma öldrunardeild  sem er að opna þessa dagana, skjólstæðingrnir eru að tínast inn, og verið að bæta við starfsfólki í samræmi við það.  Þetta er allt mjög huggulegt, allt nýtt og fínt og allir með einstaklings herbergi með sér baði.  Hingað hefur komið frábært starfsfólk þannig að þetta lítur bara allt mjög vel út og er gaman að taka þátt í að móta vinnuna.  Svo fer skólinn alveg að byrja aftur jibbyy........eða þannig!  Ég er að sjálfsögðu á næturvöktum þessa helgi, ferkar rólegt og mjög gott.  Hafið það sem allra best, kveðja þar til næst...........AuðurSmile

Verknámið búið!!!

Jæja loksin eru þessar 8 vikur liðnar og verknámið búiðSmile  samt ótrúlega fljótt að líða, enda var mjög gaman á deildinn sem ég var á, skemmtileg hugmyndafræði sem unnið er eftir.  Erfiðast af öllu (og dýrast) var að keyra á milli RVK - Selfoss 5 daga vikunar fram og til baka samtals 115 km á dag heiman frá mér að LSH- Fossvogi og til baka!  Gott að þurfa þess ekki allt árið.  Og núna ætla ég að fara að STINGA út úr húsinu mínuShocking  það hefur algjörlega orðið útundan þessar vikur, vona að það takist áður en ég fer að vinna aftur sem er ekki fyrr en 4.sept,Blush fæ smá kærkomið frí, svo fer skólinn líka að byrja og við alveg að fara að útskrifast það finnst mér alveg ótrúlegt! Vona að þið hafið það allar sem best systur heyrumst þegar skólinn byrjarSmile kveðja Auður

Byrjuð í verknámi!!!

Sælt veri fólkið!

Þá er ég búin með fyrstu vikuna í verknáminu, hrikalega gamanSmile deildin kom mér verulega á óvart, ég hafði svo sem engar sérstakar væntingar en það sem af er er mjög skemmtilegt, erfiðast er að keyra á milli frá Selfossi  til RVK, það er svo dýrt þessa dagana og þar að auki að vera í 100% vinnu þetta eru 5 ferðir á viku, en það er bara gaman að takast á við þaðWink reyna að sjá björtu hliðarnar, ég hef ekki verið í 100% vinnu í 27 ár svo það eru viðbrigði, en maður er líka fljótur að komast inn í vinnuna á deildinni þegar maður er þar alla daga! sem er líka gott, svo þarf maður að trappa sig niður úr acut-fasa í öldrunarhjúkrun sem er allt öðruvísi og ekki síður skemmtilegt.  Hlakka til að heyra frá ykkur skólasystur um ykkar reynslu, hafið það gott í sumar, kveðja Auður


Er ekki kominn tími á smá blogg?

Sæl öll sömul!

Nú er ég að klára sumarfríið mittFrown og byrja í verknáminu á mánudag í RVK á B-4 í Fossvogi, hlakka mikið til að kynnast þeirri deild, en er voða svekt að vera búin með fríið mittFrown þetta er samt búin að vera góður tími og ágætt veður, mætti samt vera aðeins heitara. ég er búin að hafa það mjög gott að undanskyldum jarðskjálftanum sem hefði verið ágætt að sleppa viðCrying allt of mikil vinna sem fer í að taka til eftir svoleiðis rask! Ég skrapp aðeins til Noregs og fór á Vestfirðina,  og inn á Arnavatnsheiði, þannig að ég hef gert heilmikið í mínu fríi, eigilega allt of lítið slappað afErrm en það er líka gaman að ferðast og gera ekki neitt nema dinglast! Og nú tekur alvaran aftur við, það verða komin jól áður en við vitum af og við búnar með námið. Eigið þið nú gott frí sem eruð að fara að byrja og gangi ykkur vel sem eruð að fara í verknámGrin heyrumst síðar.......kveðja Auður


Jarðskjálftar!!!

Já jörðin er mikið búin að skjálfa hjá okkur þessa dagana, og eiginlega um fátt annað talað, allir að reyna að koma sínu aftur í samt lag þar sem það er hægt og verið að finna úrræði fyrir hina sem misstu allt sitt! Við vorum ótrúlega heppin alla vega enn sem komið er hafa ekki komið fram skemmdir á húsinu okkar, en það er kannski ekki alveg að marka, alla vega síðasr (2000) fór ekki að bera á sigi fyrr en mörgum mánuðum seinna svo nú krossar maður fingur og vonar það besta, skítt veri með glös og bolla og svoleiðis það er alltaf hægt að fara í  Ikea og kaupa nýtt, sem ég þarf einmitt að gera á  t.d. 12 undirskálar og 1 bolla! dálítið mikið um það, svo er maður búin að læra það að hafa sultukrukkur og salsa sósur í neðstu skúffu og eitthvað létt í efri skápunum svo eitthvað sé nefntWink en það er gott að taka vel til og gaman að sjá hvað það er mikið skápaplássGasp hélt að það væri ekki svona mikið! Mest um vert er þó að enginn slasaðist alvalega, það er maður svo ótrúlega þakklátur fyrir.  Og nýja sjúkrahúsið stóðst álagið með miklum ágætum, mjög vel byggt hús, komu nokkrar sprungur í eldri bygginguna en ekkert alvalegt sem betur ferSmile og lífið heldur áfram, ég fer alveg að byrja í verknáminu 30.júní ég ætla rétt að vona að ég verði búin að koma húsinu í samt lag áður og fara í smá ferðalag, ein bjartsýnHalo Gangi ykkur vel í ykkar verkefnum! Kveðja Auður

 


Tími á blogg........

Góðan daginn!!!!!!!!! er ekki komin tími á smá blogg.... hef verið frekar löt við það undanfariðWink  skil ekki af hverju, búin að sitja sveitt í allan dag og reyna að læra, mikið efni að fara yfir og spurning hvað situr svo  eftirFootinMouth  er svo að fara á helgar vaktir, síðustu helgina mína fyrir próf og sumarfríSmile  sumarfríð frekar snemma á ferðinni í ár, ég ætla ekki að sleppa því, ég fer svo í júlí og ágúst að vinna í RVK í fullri vinnu, þannig að fyrst fer ég í upplestrarfrí svo í sumarfrí sem verður búið 30.júní, finnst nú alltaf betra að vera í seinna fríi en þetta er bara svona núna og þá sættir maður sig bara við þaðWhistling  vonandi verður gott vor, garðurinn hefur alla vega gott af því þegar maður tekur fríið svona snemma, þá er maður frekar til í að taka til hendinniWink  kem svo aftur í sept. á HSu, ætla að færa mig um deild, prófa að fara á nýju Alzheimer-deildina sem verður opnuð núna 28.apríl, voða spennandi, þannig að það er mikið að gerast þessa dagana.  Við Guðrún nágranni minn ætlum að fara upp í sumarbústað að lesa frá 28-30.apríl fyrir lyf. prófið sem er 2.maí, gott að fara alveg í burtu til að læra og læra.........spurning hverju það skilarSideways  Gangi ykkur öllum vel að lesa og góða helgi kveðja Auður

Gluggaveður!!!

Sæl öll!

Ótrúlega kallt út í þessum norðan strekking, samt sól og voða fallegt að horfa út,  brakandi þurkur ekki vantar það, mín bara dugleg í morgun tók af öllum rúmmum setti í vélar og hengdi útWhistling verður notalegt að fara í rúmmið í kvöldKissing er svo að hamast að taka sturtu-klefan ótrúlega erfitt verk, allt fullt af kísil og vibbaW00t skil ekki hvernig þetta er hannað, en sá í "innlit útlit" eitthvað undra efni sem á að duga á allt er að prófa hvort þetta er satt búin að bera á svo á að bíða síðan að pússa! Gott aðeins að kíkja á bloggið á meðan efnið er að virka.  Er ekki alveg í stuði fyrir lærdóm, er þá ekki best að þrífa? alla vega er af nógu að takaShocking jæja best að hætta þessu rausi og henda úr vélinni á snúruna ráðast svo á klefann!!! Gangi ykkur öllum vel í verkefnum dagsins og góða helgiSmilekveðja Auður


Gleðilega páska!!!

Sæl verið þið öll !!

Gleðilega páska.........vona að þið hafið haft það sem best um helgina, ég er reyndar búin að vera að vinna frá því á fimmtudag og þangað til í morgun, og það var bara fínnt ekki neitt brjálæði, allt ferkar á rólegum nótunum, en nú er ég komin í gott fríSmile eldaði fyrir fjölskylduna í kvöld þetta fína páskalamb voða gott, ætla að taka því rólega á morgun, reyna svo aðeins að kíkja á námsefnið á þriðjudagCool þetta fer óðum að stittast hjá okkur, og ekki veitir af að lesaFrown svo í vikunni er námskeið hjá okkur í Suðurlandsdeild um sykursýki á miðvikud. og föstudag passar alveg að við eru að fara að fara í sykursýkislyfin, gæti ekki hitst betur á. Ég er líka búin að fá að vita hvar ég verð í sumar í verknáminu verð á B-4 á LSH Fossvogi, er búin að fara og hitta deildarstjórann og leist voða vel á allt hlakka mikið tilGrin verð þar frá 30 júlí til 23 ágúst, ætlað að vera búin að taka smá sumarfrí áðurCool gangi ykkur öllum vel......kveðja Auður


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband